Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
3. febrúar 2017

Þessi stysti mánuður ársins verður með þeim fjörugustu hér í tónlistarskólanum. Hver kennari verður með tónfund og í lok mánaðarins fögnum við "degi tónlistarskólanna".

 

 

Við fögnum því að nýja sviðið mun setja svip á tónfundina. Hér á myndinni sést hvað flygillinn tekur sig vel út!

 

 

 Hér sjáið þið röð tónfundanna sem verða í sal skólans:

 

  • þri.  14. feb.  kl. 18:00  =  Anastasia
  • þri.  21. feb.  kl. 18:30  =  Andreas
  • mið. 22. feb.  kl. 18:00  =  Hólmfríður
  • mið. 22. feb.  kl. 18:45  =  László
  • fim.  23. feb.  kl. 19:00  =  Hólmgeir

 

 

Dagur tónlistarskólanna -Tónleikar í Stykkishólmskirkju

  • Laugardaginn 25. febrúar kl. 14:00

 

Eftir tónleika gefst tónleikagestum kostur á að greiða atkvæði um það hvaða tónlistaratriði ætti að senda á Nótuna 2017 (sem verður á Akranesi laugard. 18. mars)

 

- Kaffisala lúðrasveitarinnar verður í safnaðarheimilinu eftir tónleika -

30. janúar 2017

Nú hefur Litla Lúðró líka prófað nýja sviðið sem aldeilis er að taka á sig nýja og flotta mynd. - Ekki laust við að allir séu að "fíla" það!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

23. janúar 2017

Undanfarna daga hafa dugmiklir smiðir verið að störfum í sal skólans. Verið er að smíða svið sem mun setja svip sinn á tónlistarflutning í framtíðinni.

 

Hér má sjá tvær myndir af því þegar Stóra Lúðró prófaði að æfa á hálfkláruðu sviðinu í fyrsta sinn. - Næstu myndir sýna vonandi fullfrágengið svið og öll hljóðfæri á sínum "nýja" stað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10. janúar 2017

 

Nú hafa fleiri myndir bæst í myndasafn jólatónleikanna. Endilega skoðið! 

 

Þetta eru myndir frá tónleikum sem haldnir voru í sal skólans.

- Á myndinni hér má sjá þær Ragnheiði Emmu og Ágústu spila jólalag.

 

Myndir frá hátíðartónleikunum í kirkjunni eru væntanlegar fljótlega.

10. janúar 2017

 

Nú er salurinn aldeilis að verða fínn, búið að pússa og lakka gólfið og einhvern næstu daga verður smíðað svið sem setja mun svip á tónleika framtíðarinnar.

 

 Síðari önn vetrarins er hafin og lúðrasveitirnar tilbúnar að halda áfram að undirbúa vortónleikana. Litla Lúðró A-hópur æfði í gær, B-hópur æfir í dag og Stóra Lúðró heldur fyrstu æfingu þessa árs á fimmtudaginn kemur (12. janúar).

(Myndin er tekin þegar A-hópur hélt æfingabúðir í haust)

 

Við sem ekki spilum með lúðrasveitunum getum farið að hlakka til vortónleikanna sem stefnt er að á sumardaginn fyrsta eins og venjan er.

 

ÁFRAM LÚÐRÓ!

Annað efni

Tónlistarskóli Stykkishólms - Kt. 620269-7009 - Skólastíg 11 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8140 - Fax 438 1713 - tonlistarskolinn@stykkisholmur.is