Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
Leiðin þín: Forsíða - Þjónustan - Atvinnumál

Efling

Efling er félag atvinnulífsins í Stykkishólmi og rekur m.a. verkefnið Heilsuefling - spa.is  þar má sjá félagaupplýsingar og ýmislegt annað á döfinni í atvinnulífinu í Stykkishólmi.  spa.is

 

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

 

SSV - þróun og ráðgjöf er ráðgjafar og þróunarsvið Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.  Það er í eigu sveitarfélaga á Vesturlandi sem ná frá Hvalfjarðarbotni til Gilsfjarðarbotns.

 

Hlutverk.

 

Verkefni felast m.a. í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála.  Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar SSV á sviði aðstoðar við ofangreinda aðila geta verið margvísleg.

 • Aðstoð við að greina vandamál
 • Leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins.
 • Aðstoð við gerð umsókna til sjóða.
 • Aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana.
 • Aðstoð við markaðsmál
 • Upplýsingagjöf, fundir o.fl.

 

SSV - þróunar- og ráðgjöf, aðstoðar einstaklinga til sjálfshjálpar.  Það þýðir að nauðsynlegt er að þeir sem eftir aðstoð leita komi einnig til með að vinna að framgangi hugmynda sinna.

 

Markmið

 

Meginmarkmið SSV - þróunar og ráðgjafar, er að taka þátt í að efla atvinnulíf í landshlutanum með beinum og óbeinum hætti. 

Rekstrarráðgjöf og hagkvæmnisúttektir.

 • Upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun.
 • Greining á byggða- og atvinnumálum.
 • Hafa frumkvæði að atvinnusköpun.
 • Aðstoða við fjármögnun.  (Lán og styrkir)
 • Efla almenna búsetu og búsetuskilyrði á svæðinu.
 • Kynningarstarf á svæðinu.
 • Námskeiðahald.

 

Gjaldtaka

 

Viðmiðunarreglur eru að hvert verkefni fái u.þ.b. tveggja daga vinnu gjaldfría.  Fyrir vinnu umfram það er tekið tímagjald.  Regla þessi er byggð á samkeppnissjónarmiðum.

 

Trúnaður.

 

Eðli málsins samkvæmt heitir SSV skjólstæðingum sínum fullum trúnaði.  Hægt er að bera upp trúnaðarmál við atvinnuráðgjafa og treysta því að hugmynd eða mál verði ekki borin á torg.

 

Verið velkomin

 

Ef þú hefur áhuga á að nýta þjónustu SSV, þróunar og ráðgjafadeildar, þá endilega hafðu samband og við bókum tíma fyrir þig.

 

Viðverutímar

 

Alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofu SSV í síma 433-2310 eða beint við Sigríði Finsen  atvinnuráðgjafa í síma 892-0267.  Auk þess eru ráðgjafar með viðverutíma á Akranesi, Snæfellsbæ, Grundarfirði.  Nánari upplýsingar veita skrifstofur sveitarfélaganna á viðkomandi stöðum. 
 

 

 

 

   Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi veturinn 2014 - 2015

Mánuður:

dagur:

tími:

Ráðgjafi:

Október

    8

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

Nóvember

   12

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

Desember

   10

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

Janúar

    7

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

Febrúar

   11

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

Mars

   11

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

Apríl

    9

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

Maí

   13

13:00 - 15:00

Sigríður Finsen

 

 

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré