Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
18. apríl 2016 10:58

Um húsnæði grunnsskóla og bókasafna í Stykkishólmi

Vegna umræðu um húsnæði grunnskólans okkar er nauðsynlegt að fara yfir nokkra  staðreyndir.

Grunnskólinn við Borgarbraut 6  er á tveimur hæðum með kjallara undir þriðjungi hússins og  er samtals að flatarmáli um 1800 fermetrar. Þegar öll kennsla yngri deilda, sem  fór fram í gamla barnaskólahúsinu við Skólastíg var flutt í skólahúsið við Borgarbraut, var ljóst að þar yrðu mikil þrengsli. Sú ráðstöfun var hugsuð til skamms tíma.  

Árið 2010 hafði verið lokið við að teikna stækkun við grunnskólahúsið þar sem átti að vera Tónlistarskólinn og veruleg stækkun kennslurýmis. Þessi stækkun er teiknuð samtals 1546 fermetrar. Fallið var frá þeirri byggingu af fyrri meirihluta og ákveðið að lagfæra kennsluaðstöðuna í gamla skólahúsinu við Skólastíg fyrir tónlistarkennslu, en láta grunnskólann sitja áfram á hakanum.

 

Húsnæði Amtsbókasafnsins við Hafnargötu 7 sem var selt er samtals 270 fermetrar

 

Húsnæði skólabókasafnsins í skólanum við Borgarbraut 6 er um 110 fermetrar

 

Húsnæði á Hamraenda er nýtt sem geymsla fyrir Amtsbókasafnið 70 fermetrar

 

Í dag  eru því bókasöfn og bókageymslur á þremur stöðum samtals  450 fermetrar

 

Þegar núverandi meirihluti tók við stjórn bæjarins lá fyrir að fullkomið ófremdarástand gæti skapast í húsnæðismálum skólans nema strax yrði brugðist við.

 

Það var því tekin ákvörðun um að sameina Amtsbókasafnið og skólabókasafnið og byggja við Grunnskólahúsið nýja álmu sem er 550 fermetrar og samnýta hana bæði fyrir skólann og Amtsbókasafnið. Af þessu mun verða mikið hagræði.

 

Jafnframt er gert ráð fyrir því að bókasöfnin fengju geymslurými í Flugstöðinni sem bærinn á í dag  eða áfram í iðnaðarhúsinu á Hamraenda fyrir bækur og safnmuni sem ekki eru í daglegri notkun.

Með þessum  ráðstöfunum fékkst söluandvirði Hafnargötu 7 til framkvæmdanna og skólinn fær verulega viðbót við kennslurýmið. Þar er um að ræða það rými sem skólabókasafnið hefur í dag  sem og hluti hinnar nýju byggingu Amtsbókasafnsins sem getur hæglega verið nýttur þann tíma sem skólinn stendur, en þá er Amtsbókasafnið ekki opið. Grunnskólinn gæti því aukið við húsnæði sitt til kennslu og fyrir sérfræðinga svo sem sálfræðinga og kennsluráðgjafa um  allt að 400 fermetrum. Að þessu verkefni hefur verið unnið frá fyrsta degi þessa kjörtímabils og er þess að vænta að framkvæmdir geti hafist  sem fyrst á þessum vordögum.     

Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri

 

 

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré