Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
19. febrúar 2016 11:08

Stykkishólmshöfn aðili að samtökunum Cruise Iceland

Stykkishólmshöfn aðili að samtökunum Cruise Iceland

 

Þær hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum hafa með sér samtök sem nefnast Cruise Iceland. Síðasta sumar tókust samningar við skipuleggjendur slíkra siglinga við strendur landsins  um að Stykkishólmshöfn tæki á móti skemmtiferðaskipum og þar væri veitt nauðsynleg þjónusta við farþega og áhöfn skipa. Þessi frumraun í móttöku skemmtiferðaskipa í Stykkishólmshöfn tókst svo vel sumarið 2015 að nú hafa 14 komur skemmtiferðaskipa verð bókaðar  hjá hafnarverði sumarið 2016 sem er mjög ánægjulegt. 

 

Í kjölfar þess að siglingar til Stykkishólms  eru hafnar var samþykkt í bæjarstjórn að Stykkishólmshöfn verði fullgildur aðili að Cruise Iceland og hefur verið undirritaður samstarfssamningur vegna þess. Með því að Stykkishólmshöfn verði þátttakandi í þessum samtökum öðlast höfnin rétt til  þess að vera í öllum kynningarbæklingum sem samtökin láta gera. Má því búast við að umferð skemmtiferðaskipa aukist um höfnina sem er jákvætt. Tekjur hafnarinnar vegna hafnargjalda og seldrar þjónustu mun aukast og einnig munu viðskipti farþega glæða þjónustustarfsemi og verslun i bænum þegar farþegar mæta í land og njóta þess sem í boða er í bænum.

 

Þess er vert að geta að samtök þessi voru stofnuð árið 2004 þegar undirritaður var samgönguráðherra og var af því tilefni gerð ferð til Miami þar sem Ísland var kynnt sem land tækifæranna í siglingu skemmtiferðaskipa. Það má segja að það hafi gengið eftir miðað við þann fjölda skemmtiferðaskipa sem sigla við landið á hverju ári og eru mikilvæg viðbót í fjölbreyttri flóru ferðaþjónustunnar.

 

Stykkishólmi 18. Febrúar 2016

 

Sturla Böðvarsson Bæjarstjóri/ Hafnarstjóri Stykkishólmshafnar

 

 

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré