Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
12. febrúar 2016 09:58

Skipulag lóðar fyrir nýtt hótel

Í gildandi aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2002 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði við Sundvík sunnan við land jarðarinnar Víkur sem stóð uppaf Móvíkinni  og var þar stundaður fjárbúskapur allt framundir síðustu aldamót. Síðasti bóndinn í Vík var Þorgrímur Bjarnason.  

 

Á fundi bæjarráðs í gær 11. febrúar  var samþykkt að undirbúa deiliskipulag af svæðinu. Fram hafa komið fyrirspurnir um lóð fyrir hótelbyggingu í austurhluta bæjarins  og er því nauðsynlegt að vinna deiliskipulag af svæðinu. Á þessari lóð hafa verið hönnuð mannvirki svo sem sundlaugar og heilsuböð í takt við „blátt lón“ eða „jarðböð“ og var þá miðað við að nýta affallið sem rann frá hitaveitunni í Móvíkina. Allt voru það mjög áhugaverð áform sem ekki urðu að veruleika.

 

Á heimasíðu bæjarins er listi yfir lausar lóðir til úthlutunar og er þetta svæði meðal þeirra lóða sem þar eru og því lausar til umsóknar. Þegar um svo sérhæfða byggingu sem hótel er að ræða, og á lóð sem hefur sterk sérkenni utan við byggðina, er eðlilegt að bæjaryfirvöld fái tillögur að deiliskipulagi frá þeim sem sækir um lóðina sem síðan er full unnið af skipulagsarkitekt bæjarins. Þess er að vænta að þarna geti risið glæsileg mannvirki sem falla vel að landi og þeim aðstæðum sem eru í nágrenni við skógræktarsvæðið og Golfvöllinn.

 

Stykkishólmi 12.2.2016

 

Sturla Böðvarsson bæjarstjóri

 

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré