Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
12. desember 2014 15:45

Frá bæjarstjóra

Nýir íbúar eru boðnir velkomnir.

Það sem af er þessu ári hafa 96 flutt lögheimili sitt til Stykkishólms. Þegar þetta er skrifað eru íbúar bæjarins 1105. Það er vissulega ánægjulegt að til bæjarins flytjist gott fólk og við þurfum mjög á því að halda að fá til liðs við okkur einstaklinga og fjölskyldur sem eru tilbúnar til þess að taka þátt í öflugu samfélagi. Árið 1984 voru 1309 íbúar í Stykkishólmi. Fækkunin sem varð á sér ýmsar skýringar sem ekki verða tíundaðar hér. Það er einlæg von mín að íbúum fjölgi á nýjan leik og margt bendir til þess að hafið sé nýtt tímabil sóknar og framfara í Stykkishólmi. Til þess að svo geti orðið þarf að fjölga atvinnutækifærum með samstilltu átaki allra. Ég hvet forsvarsmenn atvinnulífsins og stofnana til þess að leita leiða til nýsköpunar og framþróunar og ég veit  að margir hafa fullan vilja til þess. Ég býð nýja íbúa velkomna og óska þeim góðs gengis í okkar fallega bæ. Ég minni á að það er hlutverk okkar í ráðhúsinu að vinna að hagsbótum fyrir bæjarbúa á öllum sviðum. Ég hvet nýja íbúa sem og alla aðra  til þess að leita upplýsinga og stuðnings hjá starfsmönnum bæjarins ef á þarf að halda. Ég vek athygli á heimasíðu bæjarins stykkisholmur.is. Á heimasíðunni er að finna margvíslegar upplýsingar um þjónustu í ráðhúsinu og hjá stofnunum bæjarins. Þá er vert að minna á netfang undirritaðs sem er sturla@stykkisholmur.is. Sendi mínar bestu kveðjur á aðventu héðan úr ráðhúsinu.

 

Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

 

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré