Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi

Skipulags- og byggingamál

 

Aðalskipulag 2002-2022

Aðalskipulag til ársins 2022 var samþykkt endanlega árið 2002. Forsendur við gerð aðalskipulagsins voru m.a. eftirfarandi:

  • Húsakönnun sem gerð var á vegum Stykkishólmsbæjar í samstarfi við Húsafriðunarnefnd og Skipulag ríkisins. Grunnur var lagður að endurbyggingu gamalla húsa sem setja mikinn svip á bæinn.

  • Skipulag hafnarinnar með ferjulagi og aðstöðu fyrir farþegabáta og skemmtibáta til jafns við fiskibáta.

  • Skipulag þjónustusvæða sem afmarkast af hótelinu, kirkjunni, skólanum, íþróttamiðstöðinni, verslunum og tjaldstæði.

  • Skipulag golfvallar innar bæjarmarkanna í tengslum við lóð hótelsins, við tjaldstæðin og í nágrenni við skógræktina sem er útivistarsvæði.

 

Aðalskipulag á pdf

 

Deiliskipulag

Á grundvelli aðalskipulags er unnið deiliskipulag einstakra hverfa. Þar er gerð grein fyrir notkun lands, tilhögun gatna, lóða, íbúðarhúsa, atvinnu- og þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða og útvistarsvæða og annars, er þurfa þykir.

 

Miðbæjarskipulag

Hér er deiliskipulag miðbæjar á pdf formi

 

Byggingarframkvæmdir

Framkvæmdir við nýbyggingar, stækkun húsa eða breytingar á notkun þeirra, girðingar, skjólveggi eða hvers konar önnur mannvirki á lóðum eru háðar leyfi, sem bygginganefnd bæjarins veitir í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og byggingarskilmála.

 

Bygginganefnd veitir ekki heimild til framkvæmda, sem brjóta í bága við skipulag og ákvæði laga og reglugerða eða rétt annarra og eru öll frávik frá þeim ákvæðum án sérstakrar skriflegrar umsóknar og samþykktar bygginganefndar á ábyrgð framkvæmdaaðila.

 

Skilmálar um byggingaframkvæmdir eru: Úthlutunarskilmálar, framkvæmdaskilmálar, skipulagsskilmálar og skilmálar veitustofnana og ber framkvæmdaaðilum að afla þeirra hjá byggingarfulltrúa.

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré