Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi

Grænfáninn

 


Í maí 2006 gekk Leikskólinn í Stykkishólmi til liðs við verkefnið ,,Skólar á grænni grein” og þann 30. maí 2007 var Grænfáninn afhentur af aðilum frá Landvernd.

 


Leikskólinn í Stykkishólmi hefur í skólastefnu sinni áætlun sem miðar að því að auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Leikskólinn vill stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.

 

 

Leikskólinn fékk fánann afhentan í annað sinn 4. nóvember 2010.

 

Umhverfisstefnu leikskólans ásamt dagbókabrotum má sjá á http://stykkisholmur.is/leikskolinn/umhverfisstefna/


 

 

Í október 2006 varð Í október 2006 varð Grunnskólinn í Stykkishólmi „Skóli á grænni grein“. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö; stofna umhverfisnefnd skólans,  meta stöðu umhverfismála í skólanum, gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum, sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum, fræða nemendur um umhverfismál, kynna stefnu sína út á við og fá aðra með,setja skólanum formlega umhverfisstefnu. Þegar þessi skref hafa verið stigin geta skólarnir sótt um að fá Grænfánann.

 

Vorið 2007 afhenti fulltrúi Landverndar yngri deildum grunnskólans Grænfánann við hátíðlega athöfn á Skólastígnum.

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

 

Við færslu yngri deildar grunnskólans að Borgarbraut haustið 2009 var ákveðið að sækja að nýju um Grænfánann og við skólaslitin vorið 2010 var skólanum afhentur fáninn að nýju.

 

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré