Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi

Endurskoðuð í janúar 2011

 

Forvarnarstefna Leikskólans í Stykkishólmi

 

Starf leikskólans felur í sér forvörn í víðasta skilningi þess orðs.

 

Markmið:

 

 • Að ala upp jákvæða einstaklinga með sterka sjálfsmynd.
 • Að styðja við og efla sjálfræði og sjálfstæði barna.
 • Að vinna gegn einelti eða annari félagslegri útskúfun.
 • Að tryggja örugg leikskilyrði barna.
 • Að tryggja snemmtæka íhlutun varðandi þroskafrávik af einhverjum toga eða slæmra félagslegra aðstæðna.
 • Að eiga öflugt og gott samstarf við foreldra/forráðamenn barnanna og veita þeim upplýsingar um uppeldi og umönnun barna.
 • Að eiga öflugt samstarf við grunnskóla, tónlistarskóla, heilsugæslu, Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, lögreglu og slökkvilið Stykkishólms.
 Leiðir:
 • Í gegnum daglegt líf í leikskólanum vinnum við að þessum þáttum með því að bera virðingu fyrir einstaklingnum og þörfum hans, með því að efla umburðarlyndi og kristilegt siðgæði barna og með  því að vera góðar fyrirmyndir í öllum samskiptum.
 • Börnin hafa raunverulegt val í starfinu sem þau síðan læra að axla ábyrgð á.  Þar með er stutt við sjálfræði og sjálfstæði þeirra.
 • Eftirlitskerfi með húsnæði og lóð leikskólans eykur á öryggi barnanna.
 • Lögð er áhersla á virka símenntunaráætlun í leikskólanum, til að efla faglega þekkingu starfsfólks.
 • Greiður aðgangur að sérfræðingum sem starfa við Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga eykur faglega og snemmtæka íhlutun í þau mál sem þess krefjast.
 • Árlegir foreldrafundir, foreldraviðtöl og einkasamtöl auk fræðsluerinda í samvinnu við foreldrafélag leikskólans eru fastir liðir í starfinu.Heimasíða leikskólans er mikilvægur upplýsingamiðill.
 • Reglulegir fundir milli skólastiga eru haldnir til að tryggja sem mesta og besta samfellu í skólastarfinu, m.a. með verkefninu ,,Brúum bilið” og reglulegum fundum skólastjórnenda.

 

Forvarnarstefna Leikskólans í Stykkishólmi er hluti af forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar. 


 

 

Annað efni

 

 

 

Leikskólinn í Stykkishólmi - Búðanesvegi 2 - 340 Stykkishólmi - Sími 433-8128 - leikskoli@stykkisholmur.is