Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
22. desember 2016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litlu jólin voru haldin í leikskólanum föstudaginn 16. desember. Þau hófust á hinum hefðbundna helgileik elstu nemendanna, en löng hefð er fyrir honum hér í leikskólanum og búningarnir komnir vel til ára sinna. Eftir leikinn var svo tekið til við að dansa í kringum jólatréð og sáu tveir feður hér þeir Víglundur og Sigmar Logi um að spila og syngja fyrir okkur. Þökkum við þeim vel fyrir. Tveir mjög skemmtilegir jólasveinar létu líka sjá sig, dönsuðu með okkur og færðu svo krökkunum pakka. Eftir allt fjörið var svo sest niður við að borða hátíðarmatinn, steikt lambalæri og meðlæti að hætti þeirra Ellu og Sissu í eldhúsinu. Myndir er hægt að sjá inni á myndasíðu Áss.

22. desember 2016

 

28. nóvember 2016

Jólaföndur foreldrafélagsins verður:

 

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15 á Vík

Miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15 á Ási

Fimmtudaginn 1. desember kl. 15 á Nesi

 

Föndrað verður í salnum.

 

16. nóvember 2016

Þann 11. nóvember var þjóðhátíðardagur Póllands haldinn hátíðlegur í leikskólanum. Rauðir og hvítir litir voru áberandi litir þennan dag þ.e. pólsku fánalitirnir. Ýmislegt var gert til skemmtunar, andlitsmálað, sungið, dansað og borðaður pólskur matur o.fl. Hátíðin var haldin í góðu samstarfi við foreldraráðið og pólska foreldra nemenda okkar sem bökuðu m.a. kökur til að lofa okkur að smakka á. Góð þátttaka var og það gladdi okkur að fá pólskættaða nemendur grunnskólans til að taka þátt með okkur, ásamt mörgum foreldrum. Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá inni á myndasíðu Áss. 

14. september 2016

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn mánudaginn 12. september s.l.

Stjórnina skipa nú:

María Kúld Heimisdóttir, formaður

Dóra Lind Pálmarsdóttir, gjaldkeri

María Jónasdóttir, ritari

Jóna Gréta Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Anna Margrét Ólafsdóttir, meðstjórnandi

 

Á fundinum var einnig kjörinn 1 nýr maður í foreldraráð og er það nú þannig skipað:

Ingunn Sif Höskuldsdóttir, formaður

Guðrún Harpa Gunnarsdóttir

Agnes Helga Sigurðardóttir

 

Annað efni

 

 

 

Leikskólinn í Stykkishólmi - Búðanesvegi 2 - 340 Stykkishólmi - Sími 433-8128 - leikskoli@stykkisholmur.is