Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
24. ágúst 2016

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi ásamt nýju deiliskipulagi.

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 – 2022.

 

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 samkvæmt 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

 

Vatnsás - Breyting á aðalskipulagi.

 

Meginmarkmið breytinga á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 er vegna þess að skortur er á lóðum undir minni fjölbýli og parhús í Stykkishólmi. Með aðalskipulagsbreytingu í Vatnsási verður heimilað að setja land undir íbúðarhúsabyggð. Fyrir liggur ósk um lóðarúthlutun til handa gistiþjónustu í smáhýsum. Vel fer á því að koma slíkri þjónustu fyrir í næsta nágrenni við tjaldsvæði. Rekstur gistiþjónustu/rekstarleyfis í íbúðarsvæði Vatnsás verður óheimill.

 

Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar (linkur) og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 24. ágúst til 5. október 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmur í síðasta lagi 5. október 2016.

 

Auglýsing um nýtt deiliskipulag við Vatnsás – Stykkishólmsbær.

 

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi 2002-2022.

 

Markmiðið er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni er varðar tegund og stærð húsnæðis þar sem lögð er áhersla á parhús og minni fjölbýlishús. Skapa skilyrði fyrir fjölbreytni og ákveðin sveigjanleika er varðar stærðir íbúða þar sem lögð er áhersla á minni íbúðir, o.fl. Ásamt því að móta þétta byggð fyrir ferðaþjónustuhús þar sem möguleikar er á útleigu gistirýma.

Rekstur gistiþjónustu/rekstarleyfis í íbúðarsvæði Vatnsás verður óheimil.

 

Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar (linkur) og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 24. ágúst til 5. október 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmur í síðasta lagi 5. október 2016.

 

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi  - Lóð númer 3 við Nýrækt – Stykkishólmsbær.

 

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi  15. maí 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Ástæða breytinga er nýtt deiliskipulag íbúða- og ferðaþjónustuhverfis á Vatnsás sem fer að hluta til inn á lóð nr. 3 í deiliskipulagi

 

Nýræktar. Lóð númer 3 verður minnkuð.

Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar (linkur) og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milli klukkan 10-15, frá 24. ágúst til 5. október 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 5. október 2016.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi.

 

 

 

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré