Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
30. júní 2016

Tilkynning

Undirritaðir fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Stykkishólmsbæjar viljum koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til þeirra sem málið varðar. Í samræmi við niðurstöðu viðkomandi stjórnvalda hefur verið tekin ákvörðun um að á næstu árum muni starfsemi Dvalarheimilis aldraðra breytast og verða hluti af starfsemi HVE í Stykkishólmi. Fyrsti liður í þessari þróun er að eldhússtarfsemi þessara stofnana verður sameinuð  í húsnæði sjúkrahússins, en þar verður eldhúsaðstaðan bætt verulega, svo sinna megi þessu verkefni við bestu aðstæður. Dvalarheimilið mun fyrst um sinn annast rekstur eldhússins undir yfirstjórn Kristínar Sigríðar Hannesdóttur forstöðukonu Dvalarheimilisins.  Í sameinuðu eldhúsi verður því matargerð fyrir sjúkrahúsið, dvalarheimilið, grunnskólann og Ásbyrgi. Matargerð fyrir Leikskóla Stykkishólms  mun síðan bætast við  um næstu áramót. Það er von okkar að þessi breyting verði farsæl og breytingin verði mikilvægur liður í því að bæta starfsaðstöðu og tryggja til frambúðar alla starfsemi og þjónustu á þessum stofnunum sem gegna svo mikilvægu hlutverki.

Stykkishólmi, 29. júní 2016

                                  

Heilbrigðisstofnun Vesturland                        Stykkishólmsbær

Guðjón S Brjánsson forstjóri HVE                   Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

 

Á næstunni
Stykkishólmsbær - Kt. 620269-7009 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1687 - stykkisholmur@stykkisholmur.is - Starfsmenn - Veftré