Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi

 

Sérfræðiþjónusta

 

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga annast sérfræðiþjónustu við Grunnskólann í Stykkishólmi. Forstöðumaður er Sveinn Þór Elínbergsson .

Félags- og skólaþjónustan er til húsa að Klettsbúð 4 á Hellissandi. Sími : 430 7800, Fax : 430 7801

 

Félags– og skólaþjónustan er með vef þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfsemina. Slóðin á vefinn er: http://www.fssf.is/

 

 

Ferill barnaverndarmála:

 

Ef umönnun nemanda er ábótavant heima fyrir t.d. er varðar hreinlæti, svefn, heimanám o.fl. er foreldri kallað á fund með umsjónakennara.  Ef engar úrbætur verða er foreldri kallað aftur á fund og fer málið svo fyrir Nemendaverndarráð skólans.  Í framhaldi af því er málið tilkynnt til Barnaverndaryfirvalda.

 

 

 

Starfsfólk:

 

Sálfræðingur er Inga Stefánsdóttir og kemur hún að jafnaði tvisvar í mánuði (annan hvern mánudag).

Tímapantanir fara fram skriflega.

 

 

Talmeinafræðingur er Elmar Þórðarson.  Hann kemur á sex vikna fresti.

 

 

 

Kennslu- og námsráðgjafi er Alma Sif Kristjánsdóttir. Hún kemur í skólann á miðvikudögum frá kl. 9:00 - 15:00.  Verkefni hennar eru m.a. fræðsla, námsráðgjöf, kennsluráðgjöf og greining námserfiðleika. Hún situr einnig í nemendaverndrarráði. Hér má sjá starfslýsingu kennslu- og námsráðgjafa.

 

 

 

Hjúkrunarfræðingur er Brynja  Reynisdóttir. Hún er með viðveru í skólanum tvo dagparta í viku hverri. Hún sinnir heilsuvernd skólabarna, sem er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra, m.a. með viðtölum. Hún situr einnig í nemendaverndrarráði.

 

 

Kennarar geta óskað eftir tíma fyrir sig og foreldrar fyrir börn sín.
Hafið samband við umsjónarkennara eða Sesselju (sella@stykk.is) ef óskað er eftir tímum hjá ofangreindum.

 

 

 

Verkefnastjóri sérkennslu í Grunnskólanum í Stykkishólmi, og tengiliður við Félags- og skólaþjónustuna, er Sesselja Kristinsdóttir. Hún situr í nemendaverndrarráði og heldur utan um málefni nemenda með sérþarfir.

 

 

 

Ef grunur leikur á einelti á að hafa samband við umsjónarkennara sem kannar málið og setur það í hendurnar á nemendaverndarráði skólans. Nemendaverndarráð fundar að jafnaði fyrsta miðvikudag í mánuði.

 

 

Grunnskólinn í Stykkishólmi - Borgarbraut 6 - 340 Stykkishólmi - Sími 4338177 - Fax 4381045 - grunnskoli@stykk.is