Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi

Heilsdagsskólinn og mötuneyti 

 

 

Heilsdagsskólinn

 

Við skólann er nemendum 1. - 4. bekkjar boðið upp á lengda viðveru innan skólans. Þar er lögð áhersla á nám og leiki, tómstundastarf og útivist.

Heilsdagsskólinn er opinn frá kl 12.30 til 16.00 alla virka daga og geta nemendur fengið keyptan hádegismat og síðdegishressingu. Hægt er að fá vistun til kl. 14:30 eða 16:00.

 

Sími í heilsdagsskóla er 433 8185.

 

Skráning nemenda fer fram hjá skólaritara á skrifstofu skólans við Borgarbraut. 

Upplýsingar um almenna skilmála og gjaldskrá sem gildir frá 1. janúar 2015 má nálgst hér.

Starfsemi heilsdagsskólans tekur alltaf mið af þeirri aðstöðu sem skólinn hefur yfir að ráða. Á það jafnt við um húsnæði, útiaðstöðu og mannafla.

 

Starfsfólk í heilsdagsskóla:

 

Guðbjörg Arna Evudóttir

Lászlóné Petö

Særún Sigurðardóttir

Arnór Óskarsson

 

Mætingar
Ef barnið kemur ekki í heilsdagsskólann t.d. vegna veikinda eða annarra ástæðna eru
foreldrar vinsamlegast beðnir að láta starfsfólk heilsdagsskólans vita. S:433 8185


Heimferðir
Það er mikið öryggisatriði fyrir starfmenn að hafa upplýsingar um það hvort barninu er heimilt að fara eitt af staðnum þegar dvalartíma lýkur.  Biðjum við foreldra að merkja við á innritunarblaðið hvernig þessu verður háttað. Þegar breytt er frá því sem þar er beðið um, eru foreldrar vinsamlegast beðnir að láta starfsfólk vita.
                                                                               

Minnisatriði
Látið vita ef brugðið er út frá skráðum vistunartíma.
Látið starfsfólkið vita þegar þið sækið barnið.
Klæðið börnin með tilliti til veðráttu - hlý föt til útiveru. 
Merkið allan fatnað vel.
Gott er að hafa aukasett af t.d. sokkum og buxum í töskunni. 

 

 

 

 

Mötuneyti og nesti

Nemendur geta fengið ókeypis mjólk í skólanum.

Eðlilegt er að nemendur hafi með sér að heiman hollt og gott nesti.

Skóladegi nemenda í 1. – 4. bekk lýkur kl. 12.30 og þeir nemendur sem eru í heilsdagsskólanum borða hádegisverð í mötuneyti alla daga. Maturinn er seldur í áskrift einn mánuð í senn. Ekki er hægt að segja áskrift upp innan áskriftartímabils. Mataráskrift framlengist sjálfkrafa nema henni sé sagt upp fyrir 20. hvers mánaðar.

Aðeins er hægt að skrá nemendur í mat alla dagana og ekki verður endurgreitt vegna fjarvista eða veikinda nema þau vari samfellt í viku eða lengur. Innheimt er eftir á fyrir mánuð í senn.

Matseðill fyrir eina viku fram í tímann verður birtur á heimasíðu skólans.

 

Hér má gjá gjaldskrá mötuneytisins.

 

 

 

Matseðill

 

 

 

 Eyðublöð til útprentunar

Umsókn um Heilsdagsskólann
Umsókn um mötuneyti
Úrsögn úr mötuneyti
Grunnskólinn í Stykkishólmi - Borgarbraut 6 - 340 Stykkishólmi - Sími 4338177 - Fax 4381045 - grunnskoli@stykk.is