Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
Listi
Listi
23. janúar 2017 10:24

Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru  vinir!
 
Það snjóaði heldur betur á okkur þessa vikuna. Mikil gleði á meðal barnanna  og útiveran töluvert skemmtilegri  en ella. En  eins  og oft vill verða  að þá  er hann að mestu farinn þegar  þetta er skrifað.
 
Lestrarátakið hefur gengið vel og munum við ljúka því næstkomandi föstudag 27. janúar. Þann dag  munum við poppa baunirnar og halda  litla hátíð.
 
Það hefur borið á því undanfarið að  peningar hafa verið að hverfa úr úlpuvösum nemenda í fatahenginu. Við höfum því brýnt það fyrir nemendum að geyma ekki fjármuni né önnur verðmæti í flíkum  sínum í fatahenginu.
 
Þá höfum við orðið vör við að  foreldrar/forráðamenn keyri nemendur inn á bílastæðið á morgnana í stað þess að nota slaufuna. Við  viljum því biðja ykkur að nota slaufuna þar sem það er  öruggasta  leiðin fyrir alla. 
 
Njótið helgarinnar!
Berglind  og Drífa Lind
Meira...
2. janúar 2017 11:19

Frá Grunnskólanum í Stykkishólmi

Við auglýsum eftir textílkennara í 50% stöðu frá og með 16. janúar 2017 í afleysingar út skólaárið.

 

Gleði – samvinna – sjálfstæði eru einkunnarorð skólans og þú þarft að vera tilbúin að vinna með okkur í að efla starfið í þeim anda  enn frekar.

 

Umsóknir  skulu berast Berglindi Axelsdóttur, skólastjóra, berglind@stykk.is, sem einnig veitir allar  frekari upplýsingar í síma 895-3828

 

Umsóknarfrestur til 13. janúar 2017.

 

Meira...
20. desember 2016 11:11

Litlu jólin

Í morgun  voru  Litlu jólin haldin. Stundin hófst kl. 10:30 með söngsal þar sem hljómsveit skipuð þeim Einari Bergmann, Haraldi Björgvini, Ísaki Erni og Þórhildi sá um undirleik. Að söngsal loknum fór hver bekkur með sínum umsjónarkennara og áttu stund saman. Við sendum nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

 

Skólinn hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar kl. 8:05.

 

Meira...
16. desember 2016 02:43

Uppgjör þemadaga

Hér má sjá myndir frá uppgjöri þemavikunnar.

Meira...
16. desember 2016 02:40

Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!

 

Nú ljúkum við frábærri viku í grunnskólanum, Skóla-Jól. Unglingastigið vann á fjölbreyttum stöðvum alla vikuna. Þau komu því víða við í bænum og viljum við þakka góðar móttökur alls staðar. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu sem nemendur bjuggu til http://grunnskolisth.wixsite.com/skolajol/skolajol.


 

Nemendur í 1. bekk héldu áfram að heimsækja vinnustaði bæjarins og var tekið vel á móti þeim á Dvalarheimilinu og Hótel Fransiskus í vikunni.


 

Lionsklúbburinn Harpan og Lionsklúbbur Stykkishólms komu færandi hendi og gáfu nemendum í 3. bekk litbækur um brunavarnir. Guðmundur Kristinsson slökkviliðsstjóri og Ragnheiður Axelsdóttir afhentu þeim bækurnar.


 

Næsta vika verður stutt en skemmtileg . Mánudaginn 19. desember förum við í okkar árlegu vettvangsferð í Norska húsið og á þriðjudeginum verða litlu jólin okkar. Nemendur mæta kl. 10.30 á þriðjudagsmorgun og mun dagskrá ljúka kl. 12.00. Heilsdagsskólinn verður ekki opinn þann dag.  


 

Góða helgi kæru vinir og munum að njóta :-)

Berglind og Drífa Lind  

Meira...
16. desember 2016 09:40

Piparkökuhúsagerð

Smiðjan með piparhúsagerð vann með gömlu húsin í bænum. Afraksturinn má sjá hér

Meira...
16. desember 2016 09:33

Gunnar í viðtali

Nemendur í tæknismiðju boðuðu fyrrverandi skólastjóra í viðtal og brást hann að sjálfsögðu vel við því. 

Meira...
16. desember 2016 09:20

Þemavika

Þessa vikuna var allt skólastarf hjá 7. - 10. bekk brotið upp með þemaviku. Unnið var í fjórum mismunandi smiðjum, tækni, pipahúsa, fjölmenningar og fjölmiðla. Nemendur voru mjög áhugasamir og unnu vel alla vikuna. Það eru fleiri myndir í myndasafninu.

Meira...
16. desember 2016 09:16
13. desember 2016 01:55
13. desember 2016 10:37
12. desember 2016 01:05
9. desember 2016 02:40
9. desember 2016 12:38
6. desember 2016 01:24
5. desember 2016 11:43
2. desember 2016 02:17
2. desember 2016 02:14
2. desember 2016 01:57
1. desember 2016 09:00
1. desember 2016 08:52
25. nóvember 2016 02:32
18. nóvember 2016 01:28
16. nóvember 2016 02:20
11. nóvember 2016 12:37
8. nóvember 2016 12:59
7. nóvember 2016 02:59
4. nóvember 2016 01:48
28. október 2016 01:58
28. október 2016 12:38
26. október 2016 11:55
25. október 2016 09:34
24. október 2016 11:24
24. október 2016 09:41
21. október 2016 12:06
21. október 2016 11:14
21. október 2016 11:12
20. október 2016 03:17
12. október 2016 09:11
7. október 2016 02:55
7. október 2016 02:53
7. október 2016 02:21
6. október 2016 02:49
6. október 2016 12:15
4. október 2016 12:58
4. október 2016 12:51
30. september 2016 02:28
30. september 2016 01:41
30. september 2016 09:52
23. september 2016 01:50
23. september 2016 01:19
23. september 2016 12:42
23. september 2016 12:37
16. september 2016 01:20
Grunnskólinn í Stykkishólmi - Borgarbraut 6 - 340 Stykkishólmi - Sími 4338177 - Fax 4381045 - grunnskoli@stykk.is